29/04/2024

Valdemar oddviti í Strandabyggð

Á fundi sveitarstjórnar í sameinuðum Hólmavíkur- og Broddaneshreppum í gær var Valdemar Guðmundsson kosinn oddviti og Rúna Stína Ásgrímsdóttir varaoddviti. Jafnframt var á fundinum ákveðið að ganga til samninga við Ásdísi Leifsdóttir um áframhald á störfum hennar sem sveitarstjóri.

Nafnið Strandabyggð var staðfest á nýja sveitarfélagið á þessum fyrsta fundi hreppsnefndar, með þremur atkvæðum gegn tveim. Kosið var um nafn á sveitarfélagið samhliða kosningum til sveitarstjórnar og varð nafnið Strandabyggð hlutskarpast. Allmargir sýndu þá óánægju sína með nöfnin sem valið stóð um, skiluðu auðu eða gerðu atkvæðaseðlana ógilda.