12/09/2024

Polla- og pæjumót á morgun

Eins og venjulega yfir sumarið er feykinóg að gerast í starfi ungmennafélaganna á Ströndum. Knattspyrna skipar þar veglegan sess og á morgun, miðvikudaginn 21. júní, er komið að polla- og pæjumóti HSS. Mótið fer fram á grasvellinum á Skeljavíkurgrundum og hefst kl. 18:00. 14 ára og yngri  geta tekið þátt í mótinu, en keppt verður í tveimur flokkum, 10 ára og yngri og 11-14 ára. Raðað verður í lið á staðnum. Fólk er að sjálfsögðu eindregið hvatt til þess að mæta og hvetja ungmennin til dáða og mikillar markaskorunar.

Forsvarsmenn Geislans vilja einnig koma því á framfæri að til eru nokkrir Geislagallar á skrifstofu Hólmavíkurhrepps í stærðunum XL 2 stk, M 1 stk, stærð 32 2 stk, 1 peysa í L og 1 buxur í XXL.  Ef einhver hefur áhuga að nálgast galla fyrir Borgarnesmótið er þeim bent á að koma.

Nánari upplýsingar um Pæju- og pollamótið veitir:
Þorvaldur Hermannsson (Tóti)
Sími: 451-3370
totilubbi@hotmail.com