19/07/2024

Útgáfa á göngukortum framundan

Ferðamálasamtak Vestfjarða eru nú með í undirbúningi ný göngukort sem ná yfir alla Vestfirði og er stefnt að útgáfu þeirra á næstu tveimur árum. Helgi M. Arngrímsson frá Borgarfirði eystra hefur umsjón með verkefninu. Upplýsingamiðstöðin á Hólmavík hefur tekið að sér að lesa yfir og koma með ábendingar vegna kortanna frá Bitrufirði að Kaldbaksvík sem koma út á næsta ári, en þyrfti öfluga yfirlesara í hverjum firði sem eru vel kunnugir örnefnum. Þetta er m.a. nauðsynlegt vegna þess að töluvert er af villum í grunni Landmælinga sem farið er eftir við útgáfuna. Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir að gefa sig fram við Upplýsingamiðstöðina í info@holmavik.is.