13/10/2024

Aqua Zumba í sundlauginni á Hólmavík

zumba

Sundlaugargestir geta átt von á hressilegri líkamsrækt og skemmtilegri tónlist í sundlauginni á Hólmavík kl. 15:00 laugardaginn 25. júlí, en þá verður Aqua Zumba í lauginni. Leiðbeinandi er Kristbjörg Ágústsdóttir og er öllum velkomið að taka þátt, en verð er 1.220.- Í vatninu er hægt að dansa, hoppa og skoppa án mikils álags á líkamann. Vegna mótstöðu vatnsins verða hreyfingarnar hægari sem dregur úr álagi á liði og vöðva, en líkamsrækt í vatni er krefjandi, þar reynir á þol og hefur mótstaða vatnsins líkamsmótandi áhrif. Aqua Zumba er því örugg og hressandi líkamsrækt sem hentar mjög breiðum hópi fólks.