03/05/2024

Úrslit í ljósmyndamaraþoni

Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is stóð fyrir ljósmyndamaraþoni á Hamingjudögum á Hólmavík um helgina í samvinnu við bæjarblaðið Fréttirnar til fólksins og Upplýsingamiðstöðina á Hólmavík. Tólf keppendur tóku þátt í eldri og yngri flokki og má sjá vinningsmyndirnar hér á eftir. Verðlaun eru veitt fyrir bestu syrpurnar og unnu mæðgurnar Ásta Þórisdóttir og Silja Ingólfsdóttir á Drangsnesi. Einnig voru valdar bestu myndirnar fyrir hvert þema í báðum flokkum. Formaður dómnefndar var Björk Jóhannsdóttir.

Keppnin fór þannig fram að menn mættu í Upplýsingamiðstöðina og fengu þar blað með fjórum efnum sem þeir áttu að reyna að festa á mynd. Síðan komu þeir aftur fyrir ákveðinn tíma og þá var myndunum hlaðið beint af minniskubbi myndavélarinnar inn í tölvu. 

Efnin sem þátttakendur áttu að reyna „festa á filmu" í réttri röð voru þessi: 1) Gamalt og lúið, 2) Litadýrð, 3) Skringilegt og 4) Hamingjan á Hólmavík.

Besta myndasyrpan í yngri flokki – sigurvegari Silja Ingólfsdóttir

Besta myndin í flokknum Gamalt og lúið í yngri flokki – ljósm. Silja Ingólfsdóttir:

Besta myndin í flokknum Litadýrð í yngri flokki – ljósm. Dagrún Ósk Jónsdóttir

Besta myndin í flokknum Skringilegt – ljósm. Sigfús Snævar Jónsson

Besta myndin í flokknum Hamingjan á Hólmavík í yngri flokki – ljósm. Jóhanna Rósmundsdóttir

Besta myndasyrpan í flokki fullorðinna – sigurvegari Ásta Þórisdóttir. Myndir úr þessari syrpu voru líka valdar bestu myndir í flokkunum Gamalt og lúið, Litadýrð og Skringilegt í eldri flokki.

Besta myndin í flokknum Hamingjan á Hólmavík í eldri flokki – ljósm. Jón Jónsson.