30/03/2023

Bloggið lifir

Mikill fjölgun hefur orðið á bloggsíðum einstaklinga síðustu mánuðina um land allt og væntanlega líka á Ströndum, þó stundum sé erfitt að finna þær. Við hjá strandir.saudfjarsetur.is höfum áhuga á að hafa tengla inn á síður Strandamanna heima og heiman sem halda úti bloggi, undir linknum tenglar hér til vinstri. Við reynum að uppfæra þessa síðu og bæta við þeim sem við rekumst á, en biðjum lesendur og bloggara að láta okkur líka vita af síðunum sínum svo við getum bætt þeim við. Nýjasta bloggið eftir Strandamann sem við höfum dottið inn á og sett inn tengil á er Strandaspjall Jóns pósts Halldórssonar frá Hrófbergi sem hefur nú komið sér upp sínum eigin fjölmiðli.