01/05/2024

Upplýsingamiðstöðin verður starfrækt í Austurhúsinu í sumar

Upplýsingamiðstöð ferðamála á Hólmavík flyst í Austurhúsið við Höfðagötu í sumar. Austurhúsið er að Höfðagötu 8 og samtengt húsnæði Galdrasafnsins, en sérinngangur verður fyrir upplýsingamiðstöðina frá Höfðagötu. Strandabyggð hefur gert samkomulag við Strandagaldur að hafa umsjón með Upplýsingamiðstöðinni í sumar en mjög illa gekk að manna miðstöðina sem hefur verið starfrækt í Félagsheimilinu á Hólmavík frá árinu 1996. Sigurður Atlason mun hafa yfirumsjón með upplýsingamiðstöðinni í sumar, en hann kom að verulegu leyti að gerð upplýsingamiðstöðvarinnar á sínum tíma. Verið er að standsetja fyrirhugað húsnæði þessa dagana og stefnt er að því að opna þar þann 7. júní. Fram að því mun Upplýsingamiðstöðin vera inni á Galdrasafninu frá 1. júní. Upplýsingamiðstöðin mun vera opin alla daga frá 9:00-18:00 fram til 15. september.

Nokkur hagræðing fylgir þessu fyrirkomulagi en með því verður hægt að samnýta starfsfólk að hluta. Sama símanúmer verður í notkun á Upplýsingamiðstöðinni og áður 451 3111 og sama netfang info@holmavik.is. Ferðaþjónustuaðilum á Ströndum eru bent á að koma bæklingum og öðru efni sem þeir vilja koma á framfæri í sumar til skila sem allra fyrst.