02/05/2024

Unnið að gerð rímnadisks með Ásu Ketilsdóttur

Ása Ketilsdóttir í faðmi fjölskyldunnarStrandagaldur hyggst gefa út rímnadisk með kvæðakonunni Ásu Ketilsdóttur á
Laugalandi við Ísafjarðardjúp á næstunni. Skúli Gautason tónlistarmaður sá um
upptökur sem fóru fram á heimili Ásu fyrir um tveimur árum. Á hljómdiskinum fer
Ása með barnarímur auk þess sem hún segir nokkrar sögur og þulur sem hún lærði í
bernsku. Á uppvaxtarárum sínum á Ytra-Fjalli í Aðaldal lærði Ása mikið af
stökum, kvæðum og þulum en það var mikið kveðið og sungið á bernskuheimili
hennar. Ásta Þórisdóttir myndlistarmaður mun sjá um útlit disksins en nokkuð
veglegur bæklingur um innihald hans mun fylgja með útgáfunni, myndskreyttur
teikningum eftir Ásu úr barnæsku.

Rósa Þorsteinsdóttir þjóðfræðingur hjá Stofnun Árna Magnússonar kemur einnig að
útgáfunni og ritar formála um Ásu og íslenskan kveðskap. Stefnt er að því að
diskurinn komi út fyrir jól.

Hér að neðan má heyra hljóðritun
sem Rósa Þorsteinsdóttir gerði á rímunni Vappaðu með mér Vala í flutningi Ásu
Ketilsdóttur sem er ein fjölda annarra rímna á disknum. Upptakan sem heyra
má var gerð fyrir þjóðfræðasafn Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi árið 1999.

Hlusta á Vappaðu með mér Vala

Rímnadiskinn verður að sjálfsögðu hægt að nálgast í sölubúð Strandagaldurs á vefnum. Vinsamlega sendið tölvupóst á galdrasyning@holmavik.is ef óskað er eftir tilkynningu um útgáfu hans.

Ljósmyndin er fengin af síðu Svaðilfara