22/12/2024

Undirritun Vaxtarsamnings Vestfjarða

Í fréttatilkynningu frá Iðnaðarráðuneytinu kemur fram að skrifað verður undir Vaxtarsamning Vestfjarða á morgun, þriðjudaginn 31. maí, á Hótel Ísafirði. Fyrir nokkru var kynnt skýrsla nefndar um byggðaþróun Vestfjarða, en starf nefndarinnar er hluti af verkefnum innan byggðaáætlunar stjórnvalda sem nær yfir tímabilið 2002-5. Í niðurstöðum skýrslunnar er lagt til að gerður verði svokallaður vaxtarsamningur er nái yfir tímabilið frá 2005 til 2008. Lögð er m.a. áhersla á klasa á sviði sjávarútvegs og matvæla, mennta og rannsókna og menningar og ferðaþjónustu. Tillögurnar taka mið af aukinni áhersla á að efla byggðakjarna, svo að Strandamenn verða að bíða og sjá hvort vaxtarsamningur fyrir Vestfirði nái hingað á Strandir.