Categories
Frétt

Ljósmyndasýningin NV Vestfirðir í Norðurfirði

Ljósmyndasýningin NV Vestfirðir er farin af stað um vegi Vestfjarða og hefur fyrsta sýningin utan Ísafjarðar nú verið opnuð, en valinn var sá staður sem er fámennastur og trúlega erfiðast að komast á. Sýningin er staðsett á Kaffi Norðurfirði í Árneshreppi og var opnuð sama dag og Kaffi Norðurfjörður nú í vor eða 12. júní og eru þar sýndar myndir frá Árneshreppi sem teknar voru síðasta sumar. Uppsetning sýninga undir yfirskriftinni NV Vestfirðir hlaut styrk frá Menningarráði Vestfjarða og gerði áhugaljósmyndaranum Ágústi G. Atlasyni á Ísafirði kleift að heimsækja fleiri staði en stóð til upphaflega.

bottom

frettamyndir/2009/580-nordurfjordur-gusti1.jpg

Ljósm. Ágúst G. Atlason