30/10/2024

Um sextíu manns á leiksýningu í gærkvöldi

Jörundur, Laddie og Charlie BrownLeikfélag Hólmavíkur sýndi Þið munið hann Jörund við góðar undirtektir í Félagsheimilinu á Hólmavík í gærkvöldi. Hátt í sextíu gestir sem komu víða að voru á sýningunni. Þetta var fimmta sýningin á verkinu og hafa þær allar verið ágætlega sóttar. Sýning verður aftur á Hólmavík í kvöld, sunnudag, og hefst kl. 20:30. Leikritið fjallar á skoplegan hátt um dvöl Jörundar hundadagakonungs á Íslandi um tæplega tveggja mánaða skeið sumarið 1809. Þetta er fjörlegt leikrit og mikið sungið og dansað. Jörundur komst aftur í fréttirnar á Íslandi í síðustu viku eftir mikinn bruna í Austurstræti þar sem hús danska stiftamtmannsins Trampe greifa, sem Jörundur gerði að sínu, brann í miklum eldsvoða. Miðapantanir eru í síma 865 3838.