12/09/2024

Um peysur fyrir fólk og hunda

Á jólamarkað Strandakúnstar koma margir og þar á meðal Aðalheiður Ragnarsdóttir og tíkin Aska sem er í minni kantinum af hundi að vera. En sem dæmi um handverk og í þessu tilfelli prjónaskap, sem konur hafa stundað frá örófi alda, þá var tíkin Aska íklædd afar laglegri útprjónaðri grænlenskri peysu eins og sjá má á myndum þessum. Ku slíkt vera allra nýjasta tíska í hundafötum. Aðalheiður á sjálf svipaða peysu en var ekki í henni að þessu sinni. Þessar peysur fást á jólamarkaðinum, en að vísu bara fyrir fólk.

Ljósm. Ásdís Jónsdóttir