05/12/2024

Trjónufótbolti

Kapparnir leita að boltanum - ljósm. ESMeðal þess sem til skemmtunar var við vígslu Íþróttahússins á Hólmavík í dag var svokallaður Trjónufótbolti. Þar attu kappi Leikfélag Hólmavíkur og Sauðfjársetur á Ströndum í magnaðri keppni sem kitlaði einkum hláturtaugar áhorfenda. Sauðfjársetrið hefur áður keppt í þessari óvenjulegu keppnisgrein á Furðuleikunum síðasta sumar og síðan íþróttahúsið var tekið í notkun hafa kapparnir æft vikulega, að því er fram kom í máli fyrirliða Sauðfjársetursins. Leikurinn fór 1-1 og keppendur og áhorfendur eru óðum að ná sér.

Nei, þetta er ekki fundur, leikurinn er í fullum gangi – ljósm. Gunnar Logi

Hvar er boltinn – hvar er boltinn? – ljósm. ES

Mark í uppsiglingu – ljósm. Gunnar Logi

Vignir Örn Pálsson fékk tilþrifaverðlaunin – ljósm. Gunnar Logi

Í liði Sauðfjárseturs voru Jón Jónsson, Matthías Lýðsson, Kristján Sigurðsson og Lýður Jónsson – ljósm. Gunnar Logi

Í liði Leikfélagsins voru Arnar S. Jónsson, Jóhann L. Jónsson og nafnarnir Vignir Örn Pálsson og Victor Örn Victorsson – ljósm. Gunnar Logi

Leikurinn stóð í heilar 5 mínútur – ljósm. ES