15/04/2024

Trjónuboltinn endursýndur

Eins og fram hefur komið hér á vefnum var sýnt frá leik Sauðfjárseturs á Ströndum og Leikfélags Hólmavíkur í trjónufótbolta á Hólmavík í helgarsportinu í gærkvöldi. Við minnum á að þátturinn verður endursýndur kl 15:45 í dag og einnig má nálgast hann á netinu á þessari slóð.