22/12/2024

Tónlist fyrir alla í Trékyllisvík

Þeir félagar Kristján Kristjánsson KK og Guðmundur Pétursson gítarsnillingar spiluðu í Trékyllisvík og er þetta í fyrsta skipti sem ,,Tónlist fyrir alla” skilar sér í Árneshrepp. Nemendur Finnbogastaðaskóla voru í prófum og sáu sér því ekki fært að fara í ferðalag svo að skólastjórinn fór fram á að tónlistarmennirnir renndu bara norður. Þó komin væri sauðburður mættu um tuttugu manns og hlustuðu á þessa frábæru listamenn flytja þjóðlög eftir þá Hallgrím Pétursson, Jónas Hallgrímsson og Pál Ólafsson. Að lokum var tekið til við að spila óskalög fyrir viðstadda og var það vel þegið.


Ljósm.: Bjarnheiður J. Fossdal