19/09/2024

Tónlist fyrir alla á Ströndum

Síðustu daga hafa nokkrir jazz-snillingar verið á ferðinni um Strandir á vegum verkefnisins Tónlist fyrir alla og kynnt jazz fyrir börnum í grunnskólum á svæðinu. Þetta voru þeir Gunnlaugur Briem, Sigurður Flosason, Eyþór Gunnarsson og Tómas R. Einarsson og eru þeir að minnsta kosti búnir að líta við hjá skólunum á Hólmavík og Borðeyri. Meðfylgjandi myndir tók Einar Esrason þegar jazzinn dunaði á Borðeyri.

Jazz á Borðeyri – ljósm. Einar Esrason