26/12/2024

Tónleikum Kvartett Camerata og Meg@tríó frestað

Fyrirhuguðum tónliekum Kvartett Camerata og Meg@tríó í Bjarkalundi á föstudaginn og í kirkjunni á Hólmavík á laugardaginn hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Ástæðan er vond veðurspá og viðvörun Veðurstofunnar sem varar við ferðalögum um helgina. Kvartett Camerata kemur vonandi síðar í heimsókn en hann skipa systurnar Mariola og Elzbieta Kowalczyk, tónlistarkennarar í Vesturbyggð, Strandamaðurinn Magnús Ólafs Hansson og Trausti Þór Sverrisson skólastjóri á Tálknafirði. Meg@tríó skipa systurnar og Gestur Rafnsson.