12/12/2024

Fjörudagur á Sauðfjársetrinu

KollurÍ dag, sunnudaginn 28. júní, verður haldinn Fjörudagur á Sauðfjársetrinu í Sævangi. Fjörudagurinn er rólegur dagur fyrir alla fjölskylduna þar sem gengið er um Kirkjubólsfjöru og lífríki hennar skoðað, kíkt á hreiður, slegist við kríur og kellingum fleytt af hjartans lyst. Í gönguferðinni verða einnig send flöskuskeyti til fjarlægra landa og sá sem finnur stærstu skelina í fjörunni fær verðlaun af sætara taginu í sjoppu setursins. Gestir eru hvattir til að koma vel stígvélaðir á fjörudaginn og hæfilega mettir þar sem veglegt kaffihlaðborð í Kaffi Kind hefst kl. 14:00 og stendur yfir til kl. 18:00.