29/04/2024

Tónfundur í Tónskólanum

Í kvöld var til reynslu haldinn svokallaður tónfundur hjá Tónskólanum á Hólmavík. Þar komu gítarnemendur saman með kennara sínum Bjarna Ómari Haraldssyni og buðu foreldrunum að koma og hlusta á. Tilgangurinn með þessum fundi er að þjálfa einbeitingarhæfni nemendanna og gefa forráðamönnum færi á að fylgjast með framvindu námsins. Auk þess er um að ræða góða leið til að auka samskipti foreldra og kennara. Hljóðfæraleikurinn sjálfur tók um hálftíma, en klukkustund fór í samkomuna með spjalli og kaffi. Dagrún Ósk var með myndavélina með og tók myndir af gítarleikurum kvöldsins.

atburdir/2006/400-tonakvold6.jpg

atburdir/2006/400-tonakvold5.jpg

bottom

1

1

Á tónfundi Tónskólans – ljósm. Dagrún Ósk Jónsdóttir