22/12/2024

Tónfundur á Hólmavík

Tónskólinn á Hólmavík stóð fyrir svokölluðum tónfundum í síðustu viku, þar sem foreldrum og aðstandendum nemenda við Tónskólann var boðið að koma og hlusta á nemendurnar leika listir sínar á ýmis hljóðfæri og spjalla um tónlistarnámið. Báðir kennarar Tónskólans, Bjarni Ómar Haraldsson og Stefanía Sigurgeirsdóttir, stóðu fyrir tónfundum með sínum nemendum, en meðfylgjandi myndir voru teknar á tónfundi hjá Stefaníu Sigurgeirsdóttir.

Tónfundur á Hólmavík – ljósm. Dagrún Ósk Jónsdóttir