24/07/2024

Bauga og lömbin komin í hús

Ærin Bauga frá Odda í Bjarnarfirði og lömbin hennar er komin í hús. Bauga sást í fyrstu leitum í haust fyrir framan þar sem leit hefst á Hólsfjalli en þær tóku á rás yfir Goðdalsá og sluppu. Bauga var með tveimur lömbum og með henni var kind frá Kaldrananesi með hvítu og svörtu lambi. Þær fundust svo fyrir rúmri viku, kindin frá Nesi var fyrir framan Svartagil með sínum lömbum og öðru lambinu hennar Baugu, en Bauga var hinumegin við Goðdalsána á móti Svartagilinu með annað lambið. Smalamenn fóru á snjósleðum á Trékyllisheiði að gá að kindum og fundu þessar í klakabrynju. 

Bauga með lömbin sín – ljósm. Árni Þór Baldursson Odda