11/10/2024

Tófuspjall í Tjarnarlundi

580-rebbi-eggja1
Snorrastofa í Borgarfirði og Þaulsetur á Skarðsströnd bjóða upp á tófuspjall í Tjarnarlundi í Saurbæ fimmtudagskvöldið 7. mars að loknum mjöltum kl. 20:30. Fyrirlesari er Snorri Jóhannesson bóndi og refaskytta á Augastöðum í Borgarfirði. Í fyrirlestrinum fjallar Snorri um refinn frá ýmsum sjónarhornum auk mynda. Fyrirlesturinn er hluti fyrirlestraraðar Snorrastofu í Borgarfirði og sló aðsóknarmet þar, þegar húsnæði bókhlöðunnar fylltist, svo varla varð þverfótað fyrir stólum og fólki.

Í lok fyrirlestursins er boðið til kaffi og að þeim loknum umræðna um málefni kvöldsins. Snorrastofa og Þaulsetur hvetja alla áhugasama til að koma og njóta þess að hlusta á áhugavert málefni í meðförum þess, sem best til þekkir. Aðgangur er kr. 500.-