02/05/2024

Tilboð opnuð í veg um Svansvík

Í dag voru opnuð tilboð í vegagerð á Djúpvegi (nr. 61) um Svansvík við Djúp. Um er að ræða ný- og endurlögn Djúpvegar á um það bil 3,6 km kafla frá Svansvík að Rauðagarði auk lagfæringa á vegamótum Vatnsfjarðarvegar og Reykjanesvegar. Lægsta boð í verkið átti fyrirtækið KNH á Ísafirði eða tæpar 63,4 milljónir sem er 85,3% af áætluðum kostnaði. Fylling ehf á Hólmavík átti tilboð upp á rúmar 76,7 milljónir og Fjörður ehf í Varmahlíð átti tilboð upp á rúmar 105,9 milljónir. Áætlaður kostnaður Vegagerðarinnar í þetta verkefni sem á að skila í október 2006 var tæpar 74,3 milljónir.