23/12/2024

Þuríður Samúelsdóttir 105 ára í dag

Strandakonan Þuríður Samúelsdóttir, elsti núlifandi Íslendingurinn, á 105 ára afmæi í dag. Þuríður er nú búsett í Reykjavík, en hún er fædd í Miðdalsgröf í Tungusveit á Ströndum 19. júní 1903. Foreldrar hennar voru Samúel Guðmundsson og Magndís Friðriksdóttir. Maður Þuríðar var Jónatan Halldór Benediktsson bóndi og kaupfélagsstjóri á Hólmavík, en hann lést árið 1983. Þau áttu fjögur börn. Þuríður býr enn heima, með dóttur sinni sem er 72 ára og syni sem er 84 ára. Áður hafa 24 náð svo háum aldri, tuttugu konur og fjórir karlar (fimm úr þessum hópi áttu heima í Kanada). Þetta kemur fram á vefnum www.langlifi.net.