16/06/2024

Þorrablótið á Borðeyri

Ljósm. Sveinn KarlssonEins og mörg undanfarin ár ætla Kvenfélagið Iðunn og Ungmennafélagið Harpa í Bæjarhreppi að halda sitt árlega þorrablót og verður það haldið þann 16. febrúar næstkomandi. Blótið verður að venju í Barnaskólahúsinu og verður nánar auglýst síðar. Eru heimamenn, nærsveitungar og ekki hvað síst burtfluttir hvattir til að taka helgina frá og mæta á blótið sér og öðrum til skemmtunar.