23/12/2024

Þorrablót Átthagafélagsins

Árlegt þorrablót Átthagafélags Strandamanna verður haldið laugardaginn 14. janúar í Gullhömrum, Þjóðhildarstíg 2 í Grafarholti. Borðhaldið hefst kl. 20:00 og verður Karl E. Loftsson veislustjóri. Meðal skemmtiatriða verður dagskrá með Ragnari Bjarnasyni og Þorgeiri Ástvaldssyni og Jóhannes Kristjánsson eftirherma treður einnig upp. Hljómsveitin Klassík leikur svo fyrir dansi fram eftir nóttu. Miðasala og borðapantanir verða í Gullhömrum 12. janúar frá 17-19. Miðaverð er 4.600.-