30/03/2023

Kvennahlaup á 19. júní

Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið í tuttugasta og fyrsta sinn í dag, laugardaginn 19. júní, sem er hátíðsdagur þar sem því er fagnað að 95 ár eru síðan konur á Íslandi fengu kosningarétt. Hlaupið verður frá 93 stöðum hérlendis og á 18 stöðum erlendis. Þátttakendur geta valið um ólíkar vegalengdir. Á Hólmavík verður hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni kl. 11 og á Drangsnesi frá Fiskvinnslunni Drangi á sama tíma. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is óskar konum til hamingju með kvennadaginn og góðs gengis í réttindabaráttunni og hvetur þær um leið til að mæta í hlaupið.