14/12/2024

Fuglarnir í fjörunni

Fuglalífið á Ströndum er í miklum blóma um þessar mundir og ungviðið að komast á legg hjá mörgum tegundum. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is tók á dögunum myndaröð af nokkrum fuglum í fjörunni á Kirkjubóli og birtist brot af henni hér. Felulitir æðarkollunnar eru aðdáunarverðir og sandlóa og teista taka sig sérlega vel út á mynd. Morgunleikfimin hjá álftinni vekur líka athygli, en myndirnar af álftunum eru teknar við dyngju þeirra í Staðardal. Rétt er að vara þá sem eru á ferðinni við Steingrímsfjörð snemma að morgni við fjölda gæsa og gæsarunga við veginn, auk annarra fugla sem leiðinlegt er að aka á.

580-10fuglar13 580-10fuglar12 580-10fuglar11 580-10fuglar10 580-10fuglar9 580-10fuglar8 580-10fuglar7 580-10fuglar6 580-10fuglar1 580-10fuglar2 580-10fuglar3 580-10fuglar5 580-10fuglar14

Fuglar á Ströndum – ljósm. Jón Jónsson