22/12/2024

Þorrablót á Borðeyri 19. feb.

Árlegt þorrablót verður haldið á Borðeyri á laugardaginn kemur, þann 19. febrúar næstkomandi. Það verður að vanda haldið í skólahúsinu á Borðeyri og húsið opnar kl: 20:30, en blótið hefst kl: 21:00. Á dagskránni er borðhald, skemmtiatriði, annáll og dans. Miðapantanir þurfa að berast fyrir miðvikudagskvöldið 16. febrúar til Jóhönnu í Skálholtsvík í síma 451-1179 eða Ásdísar í Laugarholti í síma 849-7891.
Miðaverð er kr 6.000 og það er posi á staðnum.