30/10/2024

Þorrablót 4. febrúar

Ákveðið hefur verið að þorrablót Hólmvíkinga og nærsveitunga verði haldið þann 4. febrúar næstkomandi. Halli og Þórunn verða hljómsveit kvöldsins og að venju treður harðsvíruð skemmtinefnd skipuð konum úr hreppnum upp með skemmtiatriði. Þorramaturinn verður svo auðvitað hápunktur kvöldsins (hjá sumum). Nefndina skipa Ásdís Leifs, Sabba, Dúna, Rúna, Lóa, Inga Emils, Ester og Viktoría. Eftir því sem vefurinn strandir.saudfjarsetur.is kemst næst, verður þorrablót á Drangsnesi sama kvöld.