29/04/2024

Spurningakeppni Sauðfjársetursins

Undirbúningur er nú hafinn fyrir árlega Spurningakeppni Sauðfjársetursins en eins og síðustu ár verður keppnin haldin í Félagsheimilinu á Hólmavík. Stefnt er á sunnudagskvöldin 12. og 26. febrúar fyrir fyrstu kvöldin. Byrjað er að semja spurningarnar og sjá Jón Jónsson á Kirkjubóli og Kristján Sigurðsson á Hólmavík um það vandasama verk að þessu sinni og hafa heilan her af aðstoðarmönnum á ýmsum aldri. Arnar S. Jónsson hefur verið ráðinn gæðaeftirlitsmaður. Spurningakeppnin hefur verið mjög vel sótt undanfarin ár og sett svip á mannlífið á Ströndum. Tekið er á móti skráningum liða í netfangið saudfjarsetur@strandir.saudfjarsetur.is, en í hverju liði eru þrír einstaklingar sem keppa fyrir fyrirtæki eða félög.

Liðin hafa hingað til komið úr flestum hlutum sýslunnar og jafnvel utan hennar. Arnar S. Jónsson hafði umsjón með keppninni fyrstu tvö árin og Kristín S. Einarsdóttir í fyrra. Sigurvegarar í keppninni til þessa eru:

2003: Kennarar við Grunnskólann á Hólmavík
2004: Strandagaldur
2005: Kennarar við Grunnskólann á Hólmavík

Sigurliðið 2005 – Hildur, Kristján og Hrafnhildur