23/04/2024

Aðalfundur foreldrafélags á mánudag

Í fréttatilkynningu frá Foreldrafélagi Grunnskólans á Hólmavík kemur fram að aðalfundur félagsins þetta skólaárið verði haldinn næstkomandi mánudag, 29. janúar, í Grunnskólanum og hefst fundurinn klukkan 20:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, auk þess sem bekkjarfulltrúar verða skipaðir og opnar umræður verða um ýmis mál tengd skólastarfinu og starfsemi félagsins.