22/12/2024

Þegar vatnið fraus – tuttugu ár frá tilkomu heita vatnsins á Drangsnesi

Sögusýningin Þegar vatnið fraus – tuttugu ár frá tilkomu heita vatnsins á Drangsnesi var opnuð 20. júlí sl. og verður opin allar helgar fram til 7. ágúst eða eftir samkomulagi. Mikill fjöldi fólks heimsótti sýninguna á Bryggjuhátíðinni á Drangsnesi. Tuttugu ár eru liðin frá því heitt vatn fannst á Drangsnesi og á sýningunni í Grunnskólanum á Drangsnesi gefur að líta ljósmyndir sem tengjast þessum stórviðburði, en hluti sýningarinnar er hljóðmynd unnin af Kristínu Einarsdóttur. Þar má heyra Drangsnesinga segja frá heita vatninu og þeim breytingum sem urðu á lífsgæðum þorpsbúa með tilkomu þess. Sýningin er styrkt af Sóknaráætlun Vestfjarða.

Ljósmyndina hér að ofan sem er á sýningunni tók Guðmundur Björgvin Magnússon oddviti Kaldrananeshrepps á árunum 1990-2004. Hún er af starfsmönnum Ræktunarsambands Flóa- og Skeiða og Kristjáni Sæmundssyni jarðfræðingi, en þeir sáu um boranir á svæðinu.

Þegar vatnið fraus – ljósm. Jón Jónsson