12/07/2024

Fleiri hákarlamyndir

Bjarni Elíasson á Drangsnesi setti aftur í hákarl nú um helgina á bát sínum Hafrúnu ST-44. Fylgja hér nokkrar góðar myndir með því þegar Hafrún kemur að bryggju, sendar af Óskari Torfasyni á Drangsnesi. Bjarni er á áttræðisaldri og nýtir sér reynsluna af veiðimennsku í gegnum árin til að koma með slíkan afla að landi aftur og aftur.

Ljósm. Óskar Torfason