23/12/2024

Þarfagreining fyrir námsver á Hólmavík

Hjá Hólmavíkurhreppi er þessa dagana unnið að þarfagreiningu sem felst í því að kanna þörf á námsveri á Hólmavík. Námsver er hugsað sem vinnustaður nemenda sem stunda fjarnám á öllum menntastigum og er víða að ryðja sér til rúms. Á Borðeyri í Hrútafirði er til að mynda eitt slíkt með námsaðstöðu fyrir sex nemendur í fjarnámi. Viktoría Rán Ólafsdóttir verkefnisstjóri ATVEST á Hólmavík sér um verkefnið og hér á strandir.saudfjarsetur.is hefur verið settur upp spurningalisti til að rýna í þarfir fólks í Hólmavíkurhreppi sem stundar fjarnám. Hægt er að nálgast könnunina í neðsta tenglinum í efri tenglaröðinni hér á vinstri hönd, eða með því að smella hér.