26/12/2024

Það verður heitt í kolunum á Bryggjuhátíð

BryggjuhátíðÁ laugardaginn halda íbúar Drangsness og nágrennis Bryggjuhátíð sem hefur verið árviss viðburður frá 1996 og jafnan vel heppnuð. Bryggjuhátíðin er hin besta skemmtun og væntanlega spillir ekki fyrir að veðurspáin er núna afbragðs góð fyrir helgina. Hátíðin hefst jafnan með dorgveiðikeppni yngstu kynslóðarinnar, enda er Bryggjuhátíð sannkölluð fjölskylduskemmtun, og síðan rekur hver viðburðurinn annan, eins og sjá má hér í dagskránni. Mörgum finnst sjávarréttasmakkið á frystihúsplaninu vera hápunktur hátíðarhaldanna, en þar standa grillmeistarar hreppsins og grilla grásleppur, saltfisk, krabba og önnur sjávarskrímsli handa gestum.

Allan daginn er stanslausar siglingar út í Grímsey þar sem fólki gefst kostur á að njóta kyrrðar og fegurðar náttúrunnar. Í þeim ferðum vinnur lundinn oftar en ekki hug og hjörtu ferðalanganna. Listsýningar eru í skólahúsinu, grillveisla, landsleikur, söngvarakeppni og Bryggjuhátíðin endar svo með kvöldskemmtun, varðeldi og síðan dansleik í Samkomuhúsinu Baldri.

Hér að neðan gefur að líta nokkrar myndir frá Bryggjuhátíð 2007 sem Jenný Jensdóttir sendi og einnig má sjá myndir frá hátíðinni í fyrra hér á vefnum undir þessum tengli.

 1

bottom

frettamyndir/2008/580-bryggjufjor6.jpg

frettamyndir/2008/580-bryggjufjor4.jpg

frettamyndir/2008/580-bryggjufjor2.jpg

Frá Bryggjuhátíð á Drangsnesi