22/12/2024

Tekur þátt í Herra Norðurland

Hafþór Óskarsson. Ljósm.: PedrómyndirHafþór Óskarsson frá Drangnsesi er einn níu þátttakenda í keppninni Herra Norðurland í ár. Keppnin verður um næstu helgi í Sjallanum á Akureyri. Hægt er að kjósa milli piltanna í netkosningu á www.akureyri.net og á www.sjallinn.is. Hafþór er 21 árs gamall og er sonur hjónanna Óskars Torfasonar og Guðbjargar Hauksdóttur sem búa á Drangsnesi. Strandamenn eru að sjálfsögðu hvattir til að taka þátt í netkosningunni og styðja sinn mann en það er ekki á hverjum degi sem Strandamaður er hvattur til þátttöku í þesskonar keppni. Hvers vegna svo er – skal ekki reynt að kryfja til mergjar á þessum vettvangi.