28/05/2024

Svar frá samgönguráðherra

Vegamenn að störfumEkki þurfti vefurinn strandir.saudfjarsetur.is að bíða lengi eftir svari frá Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra. Send var fyrirspurn um hvort hægt væri að fá staðfest þau tíðindi sem Jón Halldórsson skrifar í aðsendri grein, að þegar hafi verið ákveðið og staðfest að vegur um Arnkötludal yrði tilbúinn 2009. Í svari frá samgönguráðherra sem barst innan klukkustundar segir m.a.: „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort verði byrjað á Arnkötludal eða þverun Mjóafjarðar og öðrum framkvæmdum í Djúpi tengdu því. Þetta er ekki klappað og klárt fyrr en við höfum afgreitt Samgönguáætlunina."