12/09/2024

Karaokekeppni á Café Riis

Veitingastaðurinn Café Riis á Hólmavík hefur ákveðið að standa fyrir karaokekeppni milli fyrirtækja á Ströndum nú í haust og er reiknað með að 2-3 kvöld verði undirlögð fyrir keppnina. Hugmyndin er að hvert fyrirtæki megi senda tvo keppendur til leiks og eru vegleg verðlaun í boði. Í auglýsingu um keppnina er óskað eftir að skráningar berist fyrir mánudaginn 17. september í síma 451-3567. Rétt er að nota tækifærið og minna á að núna á fimmtudaginn verður opið í pizzur á Café Riis á milli 18:00-20:00.