23/12/2024

Súpufundur um Stefnumót í sumar

Vikulegur súpufundur á Café Riis á Hólmavík snýst að þessu sinni um atvinnu- og menningarsýninguna Stefnumót á Ströndum. Sýningin var uppi síðastliðið haust og mikið húllumhæ þegar hún var opnuð. Nú er fyrirhugað að setja sýninguna upp að nýju í sumar og gefa þeim sem áhuga hafa á að slást í hópinni tækifæri á að vera með. Það verða Sigurður Atlason og Jón Jónsson sem segja frá þessum áformum og ræða við gesti súpufundarins á Café Riis um fyrirkomulag og framkvæmd. Fundurinn stendur að venju frá 12-13 á fimmtudaginn.
Smellið hér til að tengjast við fundinn.