Categories
Frétt

Súpufundur í dag um menningu og atvinnusköpun

Jón JónssonSúpufundurinn á Café Riis á Hólmavík í dag snýst um atvinnusköpun og menningu, en þá kynnir Jón Jónsson menningarfulltrúi Vestfjarða starfsemi Menningarráðs Vestfjarða og ræðir jafnframt um möguleika á atvinnusköpun og fjölgun skapandi starfa á Ströndum, bæði í tengslum við menningartengda ferðaþjónustu og með öðrum leiðum. Ítrekað er að fundurinn er í dag, 19. mars, en ekki í apríl, eins og staðið hefur í fréttatilkynningum og á auglýsingaborða hér að neðan. Súpan verður góð að vanda.