23/12/2024

Sunnudagaskólinn endurvakinn

Fjölmennt var í sunnudagaskólanum í Hólmavíkurkirkju síðastliðinn sunnudag, en þetta var í fyrsta skipti í nokkur ár sem barnastarf er í kirkjunni. Alls mættu 36 börn, auk foreldra, afa og ömmu. Ýmislegt var til gamans gert, saga var lesin, kenndar bænir og farið í leiki, sungið, dansað og farið í morgunleikfimi. Sunnudagaskólinn í Hólmavíkurkirkju verður haldinn klukkan 11:00 næstu fimm sunnudaga.

Fjör í kirkjunni – ljósm. Viktoría Rán Ólafsdóttir