23/12/2024

Sundmót HSS í Gvendarlaug

Sundmót HSS fór fram þann 15. júlí síðastliðinn í Gvendarlaug hins góða á Klúku í Bjarnarfirði. Árni Þór Baldursson fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var á staðnum og tók nokkrar myndir á mótinu. Mikil vakning er í sundæfingum á Ströndum, enda eru nýjar sundlaugar á Drangsnesi og Hólmavík, til viðbótar við þær sem fyrir voru á Laugarhóli í Bjarnarfirði og Krossnesi. Ungmennafélagið Geislinn á Hólmavík sigraði í samanlagðri stigakeppni félaganna á mótinu.

Sundmót HSS – ljósm. Árni Þór Baldursson í Odda