12/07/2024

Ágætur árangur hjá Daníel

Hellu-keppnin í torfæruinn er afstaðin og gekk Strandamanninum Daníel G. Ingimundarsyni bara nokkuð vel fyrir utan smá bilanir vegna drullu sem komst í bensínsíuna með tilheyrandi gangtruflunum. Endaði Daníel í 6. sæti báðar keppnirnar sem voru á föstudegi og laugardag sem telst býsna gott miðað við að 32 keppendur tóku þátt. Er Daníel nú í 4. sæti í keppninni til Íslandsmeistara og 5. í heimsbikarinum.

Nú þarf allt að ganga upp í keppninni sem verður á Blöndósi núna 12. ágúst næstkomandi. Hægt er að sjá fleiri myndir á síðuni greenthunder.is af Hellu keppnini.

Danni á fullu á Hellu – Ljósm. frá Daníel Ingimundarsyni