12/09/2024

Félagsmálanámskeið á Hólmavík

Félagsmála-námskeið verður haldið á Hólmavík dagana 4.-5. apríl samkvæmt dreifimiða. Verður það haldið í Félagsheimilinu á Hólmavík og hefst kl. 20:00 bæði kvöldin. Fjallað verður um félagsstörf og fundarstjórnun og einnig verður framkomuþjálfun á námskeiðinu. Leiðbeinendur eru frá JC hreyfingunni. Þátttökugjald er kr. 2.500.- og skráning fer fram hjá Vigni Pálssyni í síma 451-3532 eða í netfanginu vsop@snerpa.is. Full ástæða er fyrir Strandamenn að hressa upp á færni sína í þessum málum, sérstaklega þá sem í forsvari fyrir félög, standa fyrir atburðum og uppkomum eða hyggja á framboð í komandi sveitarstjórnarkosningum.


Nokkra athygli vekur að Búnaðarsamband V.-Húnavatnssýslu stendur fyrir námskeiðinu ásamt Héraðssambandi Strandamanna, en ekki er getið um Búnaðarsamband Strandamanna í auglýsingunni.