25/04/2024

Styttist í reyklausa skemmtistaði

Þann 1. júní næstkomandi ganga í gildi lög sem banna alfarið reykingar á veitingahúsum og skemmtistöðum og eru bæði krár og dansstaðir þar meðtaldir. Lagabreyting þessa efnis var samþykkt á Alþingi fyrir ári með 42 samhljóða atkvæðum og kemur til framkvæmda nú í sumarbyrjun. Reykingar eru þá bannaðar í þjónusturými allra stofnanna, fyrirtækja og félagasamtaka, á veitinga- og skemmtistöðum og alls staðar þar sem menningar-, félags- og íþróttastarfsemi fer fram. Sama gildir um sýningartjöld, áhorfendasvæði og öll önnur svæði utan húss sem eru ekki nægilega opin til að tryggja viðunandi loftstreymi.