16/06/2024

Styttist í Formúluna

Bar liðið var spútnik liðið í formúlunni á síðasta ári.Nú eru aðeins þrjár vikur þar til Formula 1 kappaksturinn hefst, en mikill áhugi er fyrir keppninni á Ströndum. Fyrsta keppnin fer fram í Melbourne í Ástralíu þann 6. mars næstkomandi. Það er ekki síst fyrir tilstilli formúluleiksins Liðstjórinn sem keppnin er svona vinsæl, en á síðasta keppnisári tóku fjölmargir Strandamenn þátt í leiknum. Í leiknum stofnar hver þátttakandi sér lið og stýrir því út tímabilið og safnar stigum eftir árangri liðanna í kappakstrinum. Þátttakendur geta svo gengið í deildir, en í fyrra lenti deildarliðið strandir.saudfjarsetur.is í 6. sæti, en 885 deildarlið voru skráð til þátttöku.

Í deildarliðinu strandir.saudfjarsetur.is voru 47 þátttakendur í fyrra og mikil keppni um fyrsta sætið síðustu vikurnar, en það fór svo að liðið Snati sem Veigar Arthúr Sigurðsson stýrði af öryggi síðustu keppnirnar, bar sigur úr býtum og hlaut farandbikar í verðlaun. Veigar lenti í 77 sæti í heildarkeppninni en 5,679 formúluáhugamenn á landinu tóku þátt í leiknum.

Að sjálfsögðu verður hægt að ganga í deildarliðið strandir.saudfjarsetur.is og etja kappi við aðra Strandamenn þegar leikurinn verður formlega opnaður en það styttist óðum í það en það má búast við fyrstu opnun um helgina, þó það verði ekki hægt að kaupa lið strax. Allavega geta óþreyjufullir formúluspekingar byrjað að spá og spekúlera og stilla upp liði í huganum.

Stefnt er að því að greina vel frá Formúlunni hér á strandir.saudfjarsetur.is og stöðunni í Liðsstjóraleiknum.

.

Hver skyldi hljóta bikarinn í ár? Veigar Arthúr, sigurvegari strandir.saudfjarsetur.is í formúlukeppninni á síðasta tímabili.

.

Keppt er um glæsilegan bikar.

Liðsstjóraleikurinn