22/12/2024

Styrktarreikningur vegna brunans á Finnbogastöðum

Bruninn - ljósm. Jón G.G.Í fréttatilkynningu frá Félagi Árneshreppsbúa kemur fram að vegna stórbrunans á Finnbogastöðum í dag, þar sem Guðmundur Þorsteinsson missti hús sitt og innbú, hefur félagið opnað styrktarreikning til handa Guðmundi við Sparisjóð Strandamanna. Reikningsnúmerið er 1161-26-001050 og kennitala 451089-2509. Er það bón og beiðni félagsins að allir sem aflögu eru færir um stórt eða smátt leggi söfnuninni lið og bregðist við hið fyrsta.