14/10/2024

Strandamenn 768 talsins á miðju ári

Tröllin eru ekki talin meðStrandamönnum, búsettum á heimaslóðum, hefur heldur fjölgað á árinu 2009, samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands um mannfjölda á miðju ári 2009. Samkvæmt þeim eru íbúar Árneshrepps nú 51, Kaldrananeshrepps 114, Strandabyggðar 504 og Bæjarhrepps 98. Hefur fjölgað frá áramótum í þremur þeim fyrstnefndu en íbúatalan stendur í stað í Bæjarhreppi. Í upphafi ársins 2009 áttu 49 lögheimili í Árneshreppi, 110 í Kaldrananeshreppi og 490 í Strandabyggð.