26/12/2024

Strandagangan um helgina

580-strandaganga1-ip
Á morgun laugardaginn 16. mars fer hin árlega Strandaganga fram í Selárdal. Fram kemur á nýjum vef göngunnar að útlit sé fyrir afskaplega gott veður og hentugar aðstæður en spáð er hægviðri, sólskini með köflum og dálitlu frosti. Lagðar voru brautir fyrir gönguna á síðustu helgi og hefur þeim verið viðhaldið í vikunni. Í boði er að ganga 1, 5, 10 og 20 km, en gangan sem er 1 km. að lengd er þó ætluð yngstu keppendunum. Skráning í gönguna gengur mjög vel og streyma skráningar inn, en skráningarfrestur rennur út í kvöld. Eftir gönguna verður að vanda boðið upp á glæsilegt kökuhlaðborð í Félagsheimilinu á Hólmavík auk þess sem verðlaunaafhendingin fer fram á sama tíma.

Á sunnudaginn verður síðan Skíðaleikjahátíð í Selárdal frá kl. 10:00-12:00, en þessi skemmtilega nýbreytni er nú prófuð í fyrsta skipti. Þar verður farið í marga skemmtilega skíðaleiki og hægt verður að fara í þrautabraut. Eftir hátíðina hafa allir gestir hennar kost á því að kíkja í gómsætt pizzahlaðborð á Café Riis.

Fólk er hvatt til að fjölmenna í Strandagönguna á morgun, hvort sem er til að keppa, horfa á, hvetja eða borða kökur. Frá þessu er greint á vef Héraðssambands Strandamanna – www.123.is/hss.

Meðfylgjandi mynd tók Ingimundur Pálsson.